Hvernig getur þetta gerst fyrir allra augum?

Einelti er skelfilegt vandamál fyrir þann sem í því lendir. Mörg dæmi eru um að börn sem lenda í alvarlegu einelti bíði þess ekki bætur það sem eftir er.

Fyrir þann sem stendur fyrir utan er nánast óskiljanlegt að slíkt ofbeldi sem einelti er skuli fara framhjá bæði skólayfirvöldum og foreldrum enda blasa einkennin oft við öllum eftir á þótt það sé auðvitað ekki algilt.

Við þurfum að gera kröfu um að skólayfirvöld fylgist sérstaklega vel með þessum málum og hvetjum alla foreldra til að kynna sér einkenni eineltis og forvarnir gegn því.


mbl.is Barn lést í kjölfar eineltis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Svona tilfelli hefur komið upp áður fyrir mörgum árum, annað hvort í Bretlandi eða Danmörku. 12 ára stúlka, sem var mjög hlédræg var lögð í einelti af óþekktum ástæðum og dó úr því þunglyndi sem þessu fylgdi. Eins og áður, þá hafði gripið inn í þetta af skólans hálfu og hún sjálf var of hrædd til að kjafta frá þessu.

Á Íslandi hefur alltaf verið einelti og stjórn skólanna tóku aldrei á því áður. Svo seint sem 2004 varð dóttir kunningjakonu minnar fyrir hræðilegu einelti í Melaskóla, þá var hún 10 ára. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri gerðu sér lítið fyrir og sópuðu vandamálinu undir teppið, eins og vaninn var hjá þeim, eftir því sem móðir stúlkunnar frétti frá öðrum foreldrum, aðallega erlendum.

Á sama tíma hreyktu þeir sér af því að hafa Olweusverkefni og gott ef skólinn fékk ekki viðurkenningu. Hræsnin var í hámarki, en þolendur eineltisins töpuðu.

Vendetta, 6.10.2010 kl. 19:21

2 Smámynd: Vendetta

Leiðrétting. Það átti að standa: "Eins og áður, þá hafði enginn gripið inn í þetta af skólans hálfu og hún sjálf var of hrædd til að kjafta frá þessu."

Vendetta, 6.10.2010 kl. 19:24

3 identicon

@Vandetta, ég lenti í vandræðum með skólastjóra Melaskóla núna fyrir 2 árum síðan, hann réðist á barnið mitt og blóðgaði það.  Hvaða skólastjóri sat í Melaskóla þegar þetta gerðist hjá þér?

Árni Sveinn (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 20:34

4 identicon

Þetta er því miður raunveruleiki og á Íslandi eru 2-3 á mánuði sem taka sitt eigið líf útaf einelti! Og er rosalega sorglegt þegar fólk vill ekki viðurkenna hlutina heldur sópar því undir teppið! Vitandi betur!

Eymundur Lúter Eymundsson (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 20:35

5 Smámynd: Hugarafl - Valdefling

Vendetta og Árni Sveinn. Vinsamlega farið ekki út í að nafngreina og/eða ásaka einstaklinga sem eru ekki hér til að svara fyrir sig. Verið gæti að við í ritnefnd Hugarafls stöðvuðum slíka umræðu og eyddum henni ef hún gengur of langt að okkar mati.

Þetta blogg á fyrst og fremst að vera vettvangur upplýsinga, fróðleiks og umræðu um geðvandamál en á ekki að nota til að ásaka neinn um eitt né neitt.

Ritnefnd.

Hugarafl - Valdefling, 6.10.2010 kl. 20:47

6 identicon

Þetta eru ekki ásakanir, maðurinn gerði þetta!

Árni Sveinn (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 20:49

7 identicon

Biðst annars afsökunar, hélt það væri í lagi að tala um svona mál. 

Árni Sveinn (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 20:51

8 Smámynd: Vendetta

Árni Sveinn, þú getur sent mér skilaboð.

Vendetta, 6.10.2010 kl. 21:18

9 identicon

Ég er ekki notandi og finn ekki netfangið þitt...

Árni Sveinn (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 21:29

10 Smámynd: Vendetta

Eða ég þér

Vendetta, 6.10.2010 kl. 21:31

11 Smámynd: Vendetta

Ég get sagt svo mikið án þess að nafngreina neinn, að sú sem var skólastjóri þá er hætt, en sá sem var aðstoðarskólastjórinn þá er skólastjóri nú.

Vendetta, 6.10.2010 kl. 21:33

12 Smámynd: Vendetta

Það er hræðilegt þegar börn verða fyrir einelti af hálfu annarra barna, en enn verra þegar kennari er gerandinn. Þessi sama stúlka varð fyrir því, eftir að hún hafði skipt um skóla, að enskukennarinn lagði fæð á hana heilan vetur. Þetta fréttu foreldrar hennar ekki fyrr en eftir að skólaárið var búið, þar eð stúlkan hafði ekki sagt neinum frá þessu. Samt var augljóst, að það var ekki allt með felldu. Þegar foreldrarnir ætluðu að klaga þessa kennslukonu, þá fréttu þeir að hún var hætt og var það þess vegna sem stúlkan hafði þorað að segja mömmu sinni frá þessu.

Vendetta, 6.10.2010 kl. 21:39

13 identicon

@Vendetta: takk fyrir þetta, kannski getur Hugarafl sent þér netfangið mitt.

@Hugarafl, þið getið eytt út færslunni minni ef þetta er fyrir neðan beltisstað, en ég velti því fyrir mér hvort það sé ekki vandamál ef ekki megi ræða svona mál á opinberum vetfangi.  Eins og Vendetta gaf til kynna þá geta skólayfirvöld sópað svona málum undir teppið að eigin geðþótta, og á sama tíma hreykt sér af eineltisáætlun.

Árni Sveinn (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 21:40

14 identicon

Einelti er til, hefur verið til og verður alltaf til Olweusverkefnið er skrautfjöður í hatti margra skóla... en hún er bara til skrauts en ekki virk.

Ég hef heyrt um allt of mörg tilvik þar sem einelti er látið viðgangast vegna úrræðaleysis kennara, skólaliða og jafnvel skólastjórnenda. Það er vel þekkt staðreynd að skólaliðar standa í hópum og kjafta saman þegar þeir eiga að vera að fylgjast með börnum í frímínútum. Það er samt sem betur fer ekki algilt.

Sjálfur er ég fórnarlamb eineltis frá 7 ára til 26 ára aldurs. Í grunnskóla, í menntaskóla, í starfsnámi vegna iðnnáms. Hver var orsökin, hver var ástæðan, hverjar voru afleiðingarnar? Ástæðan var einföld, ég kunni ekki að svara fyrir mig, var óframfærinn og mjög auðtrúa. Ég hugsaði lítið um klæðaburð minn - var bara í því sem mér þótti þægilegt.  Ég er feitur og það hjálpaði sko ekki til á árunum frá 25 og upp úr. Þegar ég var krakki þá kvartaði ég linnulaust undan ágangi skólafélaga en foreldrar mínir sögðu mér bara að láta þetta sem vind um eyru þjóta. Ég verandi mjög auðsæranlegur gat það vitanlega ekki. Ég átti það til að vera fara að skæla þegar mér var strítt. Þá var mér bara sagt að ég yrði að vera harðari. En ég vissi ekki hvernig ég ætti að gera það. 

En þegar ég er 26 ára byrja ég með eiginkonu minni og þá gerðist eitthvað. Ég öðlaðist endalaust sjálfsöryggi og fór upp úr þurru að svara fyrir mig og svara í sömu mynt. Það hefur hjálpað mér líka rosalega mikið að fyrirgefa þeim sem lögðu mig í einelti og vorkenna þeim frekar fyrir að eiga svona bágt. Einn spurði mig fyrir nokkrum árum hvað hafi eiginlega komið fyrir mig, ég væri allt í einu orðinn bad-ass. Ég svaraði því til að ég hafi stigið eitt skref áfram og farið fram úr honum. Hann hálfpartinn koðnaði niður og bað mig síðan afsökunar á því hvað hann var leiðinlegur við mig í æsku. Magnað! Í dag er ég opinn, ræðinn og jákvæður. Ég er í hljómsveit og þarf að koma fram sem frontur með henni nokkuð oft. Svona hlutir hafa hjálpað mér. Þátttaka í leiklistarstarfsemi í menntaskóla hjálpaði mér líka mikið. Fyrst til að setja upp grímu en síðar að ná tökum á sjálfum mér. Í dag er ég fertugur og á tvær yndislegar dætur.

En hvað einelti í dag varðar þá er ég með dætur mínar undir smásjá. Þær sýna alveg merki þess að geta lent í einelti en ég reyni að hjálpa þeim í gegnum ákveðin vandamál sem skapast hjá þeim.

Við sem foreldrar verðum að vera vel á verði gagnvart einelti, sérstaklega ef við höfum sjálf lent í einelti. Við eigum ekki að reyna að ná fram hefndum heldur að gera kerfinu viðvart og hughreysta börnin og vitanlega að hjálpa þeim að horfast í augu við gerendur án þess að láta níða sig niður eina ferðina enn.

Verum vakandi, hjálpumst að við að kveða niður eineltisdrauginn!

Hallur Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 23:30

15 Smámynd: Hugarafl - Valdefling

Árni Sveinn ... Hugarafl eru samtök sem einbeita sér að bættu geðheilbrigði.  Bloggsíðan okkar getur ekki orðið vettvangur fyrir ásakanir, sama hver á í hlut. Slíkum málum þarf að koma til þar til bærra yfirvalda.

Hugarafl - Valdefling, 7.10.2010 kl. 00:39

16 Smámynd: Hugarafl - Valdefling

Þakka þér fyrir þetta Hallur. Frásögn þín er afar lærdómsrík.

Hugarafl - Valdefling, 7.10.2010 kl. 00:46

17 Smámynd: Hermann Karl Björnsson

@ Hallur Guðmundsson.

Ég er alveg sammála þér með að Olweusverkefnið er bara skrautfjöður í hatti margra skóla.Ég ætla nú samt ekki að alhæfa það við alla skóla.

Sjálfur var ég í skóla sem var með Olweusverkefnið sem þessa skrautfjöður.

þar var reyndar þannig að fyrsta árið sem Olweusverkefnið var starfrækt að þá hófst einelti gegn mér.

ég lenti í einelti frá 6 bekk til 10 bekkjar. Það hóst þannig að eini "vinur" minn fór að forðast mig, og ef hann sá mig að þá reyndi hann yfirleitt að fara eitthvert annað en þar sem ég var. Og þannig var það í 2 ár að ég átti bara einfaldlega enga vini og talaði nánast eingöngu við fjölskylduna mína.

En skólinn sem ég var í var semsagt með Olweusverkefnið í gangi og þegar foreldrar mínir töluðu við skólann að þá fór ég á einhvern fund með aðstoðarskólastjóranum og mér sagt að það yrði tekið á þessu. En eins og ég sagði með þessa skrautfjöður að þá var ekkert gert meira en að bara tala við mig.

En eftir um það bil eitt ár að þá fór þetta versnandi og þá fóru aðrir nemendur að stinga mig með títuprjónum og fleira þess háttar. Á þessum tímapunkti á var sjálfstraustið orðið það lítið að ég gerði voðalega lítið annað en að sitja útí horni og horfa niður í gólf þegar ég var ekki í tíma í skólanum.

 Foreldrar mínir höfðu þá aftur samband við skólann og létu vita af þessu og báðu um að fá fund, fengu það í gegn og eins og áður sagt "Við gerum eitthvað í þessu." en ekkert var gert fyrr en foreldrar mínir höfðu samband í þriðja skiptið. Þá var einn gerandinn tekinn á tal og hann auðvitað kannaðist ekkert við að hafa verið að gera neitt við mig þannig að honum var bara sleppt.

En um það bil hálfu ári eftir að þetta er að þá flutti ég frá Ísafirði til Hafnarfjarðar og að byrja í nýjum skóla með sjálfstraust á við ekkert getur verið mjög erfitt. Meðal annars að þá var ég mjög var um mig og tók nánast öllu sem tilraun til að gera lítið úr mér. En það var meðal annars einn aðili sem að hóf einelti gegn mér þegar ég byrjaði þarna í skólanum.

Þessi skóli heitir Víðistaðaskóli, og mér fannst magnað að kennararnir tóku nánast strax eftir því að það var einelti í gangi og það var strax tekið á því og það stöðvaði.

 En ég er enn með mjög lítið sjálfstraust þarna og finnst eins og fólk séi að stríða mér þegar það er að grínast í mér og ég eignaðist enga vini í skólanum.

Það var ekki fyrr en ég byrjaði í Iðnskólanum í Hafnarfirði og eftir að ég hafði fengið vinnu sem mér fannst skemmtileg að ég fór að fá sjálfstraustið aftur.

 Núna eru ekki nema þrjú ár síðan ég byrjaði í skólanum og byrjaði að vinna og ég gæti treyst mér til að halda ræðu fyrir framan 500 manns.

En það sem ég tel að hafi hjálpað mér mest er að fá vinnu sem mér líkar vel við, með skemmtilegu fólki og í fagi sem ég kann núorðið ágætlega og að hafa byrjað í námi sem mér finnst skemmtilegt og gengur vel í.

þó að margir hafi ekki verið svo heppnir að fá vinnu sem þeim líkar né að fara í það nám sem þeim hentar og líkar vel.

Og ég mæli með því að reyna að velja aðra skóla en fólkið sem þú varst með í grunnskóla vegna þess að ég tel að það hafi hjálpað mér mikið að það var bara einn aðili sem hafði verið í sama grunnskóla.

Hermann Karl Björnsson, 7.10.2010 kl. 02:03

18 identicon

Vá þessar frásagnir frá Halli og Hermanni eru bara eins og endursögn af mínu einelti. Þetta á ekki að viðgangast í dag miðað við alla þá fræðslu og þekkingu sem við eigum í dag. En eins sorglegt og það er þá er þetta því miður til enn í dag. Ég skrifaði pistil á bloggið mitt í vetur um mitt einelti og svo hafði samband kona frá Regnbogabörnum og vildi fá að birta hann á heimasíðu þeirra og ég samþykkti. Ég hafði sem betur fer aldrei kjark, þrátt fyrir ógeðslegt einelti, kjark til að taka mitt eigið líf en óskaði þess stundum að fá að deyja. En geti ég hjálpa einhverjum, þó ekki sé nema einhver EINN, þá er markinu náð. Þessvegna fór ég að skrifa og tala opinskátt um mitt einelti. Bestu kveðjur Þóra.

Þóra (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 06:42

19 identicon

Úbbs þetta átti að vera svo hafði samband við MIG kona frá regnbogabörnum......og orðið kjarkur átti ekki að koma tvisvar sinnum.

Þóra (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 06:45

20 identicon

Í USA eru kristin félagasamtök sem berjast hreinlega fyrir einelti
http://www.youtube.com/watch?v=Q-dHuZV1Ceo

DoctorE (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 07:59

21 identicon

Sorry þetta var röng slóð, áhugaverð var hún samt ;I

Rétt slóð: http://www.youtube.com/watch?v=ZiUJS2MEUD8

DoctorE (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 08:01

22 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Frá því að konur urðu 90% af starfsmönnum grunnskóla vilja þær hafa það kósý líta í aðra átt því miður einelti er glæpur, og glæpamönnunum ber að refsa,

Bernharð Hjaltalín, 7.10.2010 kl. 09:16

23 identicon

"Hvernig getur þetta gerst fyrir allra augum?"

Því þegar margir horfa, þá sér enginn.

Hlynur Kristjánsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 12:41

24 Smámynd: Hugarafl - Valdefling

Þakka ykkur fyrir sögur ykkar Hallur, Hermann og Þóra. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk eins og þið hafið ákveðið að segja frá reynslu ykkar.

Baráttan gegn einelti er endalaus og ein af bestu bardagaleiðunum er að vekja athygli á eigin sögu aftur og aftur. Þannig opnast augu fleiri fyrir einkennunum sem er auðvitað grundvöllur þess að hægt sé að stöðva þetta ofbeldi áður enn það endar með skelfingu.

Hugarafl - Valdefling, 7.10.2010 kl. 13:12

25 identicon

Til að stöðva einelti þá þarf að koma til hugarfarsbreyting hjá börnunum. Það getur verið alveg sama hversu oft er gripið inn í eitthvað ákveðið mál, krakkarnir finna alltaf stað og stund þegar enginn er að horfa til að leggja í einelti því miður. Sum börn er hægt að skamma, tala við, biðja fallega og nota öll brögðin í bókinni en um leið og maður snýr við þeim bakinu þá eru þau byrjuð að níðast á einhverjum.

Einar (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 14:10

26 Smámynd: Hugarafl - Valdefling

Þess vegna er mikilvægt að sofna aldrei á verðinum og reyna að halda umræðu um þessi mál í gangi. Það er ekki nóg að vekja athygli á þessum vanda einu sinni á ári.

Hugarafl - Valdefling, 7.10.2010 kl. 14:20

27 identicon

Langar bara að koma með jákvæða sögu. Ég á litla stelpu sem var að byrja í skóla. Hún kom ein úr sínum leikskóla og er svolítil mús í sér. Einn daginn kom hún heim og fór að gráta því hún átti enga vini og enginn vildi vera með henni. Ég talaði strax við kennarann sem strax næsta dag var tilbúin með áætlun og hafði rætt við aðra starfsmenn. Stelpan náði strax daginn eftir að mynda sambönd við krakkana með hjálp kennarans og er alsæl með skólann núna.

Í skólanum er líka starfræktir svo kallaðir skólavinir. Sem ég held að felist í sér að nokkrir krakkar í einu úr elsta bekk stjóra leikjum fyrir þá sem vilja vera með. Þetta  hefur hjálpað músinni minni mikið að hafa alltaf eitthvað að gera í frímínútum ef vinir eru ekki við hendina hvenar sem er. Hún er líka algjörlega laus við það að vera hrædd við elstu bekkingana eins og mamma sín var.

Birna Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 14:36

28 identicon

Mér finnst ábyrgð skólanns og samfélagsins vera mikil! því miður er þægilegra að horfa framhjá einelti en taka á því ! flestir skólar í dag skýla sér á bak við fagurlega ritaðar eineltisáætlannir og eineltisteymi, en þegar öllu er á botninn hvolt er það algjörlega foreldranna mál að hjálpa barninu í gegnum slíkt því að kerfinu er sama. Það þarf byltingu í skólakerfinu ekki síður en á alþingi.

Nína (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 14:52

29 identicon

Oft er talað um að krakkar eru að laumupúkast með einelti og það er rétt í mjög mörgum tilvikum en ég vil samt benda á það að fólk sér ekki það sem það vill ekki sjá. Ég lenti í grófu einelti í 9 ár og í upphafi fór leynt á þessu en frá 7. upp í 10. bekk var komið alveg á hreint frá öllum í skólanum að þeim var nokk sama hvað krakkarnir voru að bardúsa. Ég lenti upp á sptítala tvisvar sinnum út af gruns um brákum á hryggjum í hálsi og þurfti að vera með kraga í 2 - 3 vikur í hvort skiptið út af því. Það vissu allri sem vildu vita það að þetta gerðist þegar ég var "tekin í snjóinn" eða með öðrum orðum þegar krakkarni drógu mig niður og hoppuðu á mér og spörkuðu í mig (í hausinn m.a.) þannig að ég tognaði illa á hálsi. Gaman að geta þess að ég er ennþá veik fyrir í hálsinum. Strákarnir ákváðu líka að taka "rúbbí" (e. rugby) æfingu á mér þar sem ég stóð í röð í matsalnum, fullt af kennurum og gangavörðum á staðnum og enginn gerði neitt. Ég og foreldrar mínir kvörtuðum yfir þessu og það var einmitt talað við krakkana sem ég bennti á og þeir sögðust vera saklausir, þeim var trúað og eineltið versnaði til muna.

Ég vildi bara benda á þetta og það að börn gera það sem þau komast upp með.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 15:16

30 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Eineltið sem ég lenti í var oftast fyrir utan skólann,en á þeim tíma fattaði einginn hvað einelti þíddi.Lenti í slysi með alvarlegum afleiðingum þannig að ég gat ekki stundað íþróttir átti erfitt í nokkur ár að einbeyta mér mátti ekki hjóla eða annað.Læknar hjéldu framm að þetta væri flogaveiki.Jesus erfiður tími en það voru stúlkur sem voru í íþróttarfélaginu í mínum skóla,sem settu mig í algjört einelti þegar leið yfir mig oftar en einu sinni í leikfiminni.Aldrei verið flogaveik,afleiðingarnar voru heilahristingur,einángrun á landspítalanum og lélegir læknar.Enn þetta eru liðnir tímar,en við þurfum alltaf að vera vakandi.Þetta hefur versnað með netnotkun.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 7.10.2010 kl. 15:57

31 Smámynd: Valdimar Hreiðarsson

doctorE:  Þú ert til dæmis í samtökum sem leggur ákveðinn þjóðfélagshóp (kristið fólk) í einelti.  Þið beitið til þess ofbeldiskenndri umræðu auk lyga og útúrsnúninga eins og eineltisvitleysingum er títt. 

Annars mun doctorE merkja:  "doctorem illum irrare est" en það þýðir á íslensku:  "doktornum" þeim arna er það eiginlegt að skjöplast :)

Valdimar Hreiðarsson, 7.10.2010 kl. 16:37

32 identicon

Fræðsla um einelti og afleiðingar þess eru grundvallar atriði til að vinna á þessu þó svo að við munum aldrei losna algjörlega við þetta, því þessi hvöt manna er alltof frumstæð til að hún hverfi.  Jafnvel dýr eiga það til að leggja önnur dýr sömu tegundar í einelti fyrir það eitt að líta öðruvísi út.

Sjálfur fékk ég að kynnast fram aðkasti og einelti bæði í orðum og gjörðum frá jafnöldrum og fullorðnum í æsku og vel fram á unglingsárin.  Það vissu fáir sem næst mér stóðu hvernig ætti að vinna með þetta vegna vankunnáttu en reyndu samt eitthvað.  Ég hef náð á ýmsan hátt að vinna úr mörgu af þessu sjálfur en sumar "beyglurnar" verða vart réttar úr þessu enda orðnar hluti af persónugerðinni.  Reyndar er það svo að persónugerð hefur mikið að segja hvernig aðkast og einelti fer í fólk, sumir eru viðkvæmir en aðrir seigari.  Þó þarf stundum jafnvel ekki nema eitt skipti til að skilja eftir varanlegt ör á sálinni og fer það eftir stað og stund, frá hverjum verknaðurinn kemur og hvernig maður er sjálfur upplagður þá stundina. 

Seint verður það ofsagt "aðgát skal höfð í nærveru sálar".

Einelti er ofbeldi. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband