Fęrsluflokkur: Greinar

Grein: Er AHDH ofgreint?

Aš undanförnu hefur talsvert veriš rętt ķ fjölmišlum um athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) og mögulega misnotkun į lyfjunum sem notuš eru til žess aš mešhöndla gešröskunina.

Umręšan hefur fyrst og fremst snśist um aš gagnrżna of mikla įvķsun ADHD lyfja eša verja įgęti lyfjanna til žess aš bęta lķf žeirra fjölmörgu einstaklinga sem žau nota. Viš žurfum aš opna žessa umręšu enn frekar og spyrja tveggja mikilvęgra spurninga: 1) Ķ samanburši viš hvaš er įvķsun ADHD lyfja mikil hér į landi? 2) Er ADHD mögulega ofgreint?

1. Ķ grein eftir Helgu Zoėga, Matthķas Halldórsson fyrrverandi ašstošarlandlękni og fleiri, sem birtist į sķšasta įri ķ Journal of Child and Adolescent Psychopharmacology, koma fram slįandi upplżsingar um gešlyfjaneyslu barna og unglinga hér į landi. Įvķsun gešlyfja til žessa aldurshóps er sś mesta sem žekkist ķ Evrópu, en er aš einhverju leyti sambęrileg viš žaš sem tķškast ķ Bandarķkjunum.

Eins og bent er į ķ greininni eigum viš heimsmet ķ įvķsun žunglyndislyfja til barna og unglinga. Įvķsun gešrofslyfja hér į landi er einnig langt umfram žaš sem tķšast ķ Evrópu, sem er varasöm žróun vegna alvarlegra aukaverkana gešrofslyfja.

Samkvęmt greininni hefur įvķsun ADHD lyfja aukist grķšarlega į undanförnum tveimur įratugum. Ef Ķsland er boršiš saman viš hin Noršurlöndin koma fram athyglisveršar tölur. Ķ samanburši viš Finna nota Danir, skv. grein sem kom śt ķ finnska lęknablašinu įriš 2006, tvisvar sinnum meira af žessum lyfjum, Svķar žrisvar, Noršmenn įtta en Ķslendingar 22 sinnum meira.

Žrįtt fyrir įhyggjur sumra lękna og vķsindamanna af langtķmaįhrifum žessara lyfja kemur fram ķ skżrslu lyfjaframleišendanna, sem opinberuš var ķ upphafi mars, aš fyrirtękin sjį ekki įstęšu til žess aš kanna mįliš nįnar.

2.Ķ ljósi mögulegra neikvęšra afleišinga af langvarandi neyslu ADHD lyfja er mikilvęgt aš einungis žeir sem žurfa naušsynlega į mešferšinni aš halda fįi hana. Žaš hlżtur žvķ aš vera talsvert įhyggjuefni žegar einn af höfundum skilgreiningarinnar į ADHD, bandarķski gešlęknirinn Allen Frances, višurkenndi ķtrekaš fyrr į žessu įri ķ bandarķskum fjölmišlum aš hśn hafi stušlaš aš „fölskum faraldri“.

Frances segir ADHD-netiš hafa of žrönga möskva. Žaš hafi „fangaš marga ‚sjśklinga‘ sem hefši lķklega vegnaš mun betur utan gešheilbrigšiskerfisins“. Įstęša žess aš Frances getur haldiš žessu fram er aš viš greiningu į ADHD, eša öšrum gešröskunum, er stušst viš huglęga spurningalista en ekki hlutlęg lķffręšileg próf.

Eins og Allen Frances gefur ķ skyn fylgja żmis vandamįl flokkun og greiningu gešraskana og rista žau raunar svo djśpt aš Frances og Steven E. Hyman, fyrrverandi forstjóri bandarķsku gešheilbrigšisstofnunarinnar, hafa lķkt žeim viš įstand lķffręšinnar įšur en Darwin setti fram žróunarkenningu sķna įriš 1859. Mį lķkja sumum žeirra viš žį stašreynd aš fyrir daga Darwins var hęgt aš flokka höfrunga meš fiskum og lešurblökur meš fuglum žvķ oftast var horft į yfirboršseinkenni, eins og gešlęknisfręšin gerir ķ greiningum sķnum, en ekki undirliggjandi skyldleika.

Ķ september hefti Journal of Health Economics birtust tvęr óhįšar rannsóknir sem varpa skżru ljósi į žessa hęttu. Ķ bįšum rannsóknunum var kannaš hvort aldur innan įrgangs hefši įhrif į hvort börn eru greind meš ADHD. Žegar horft er į einstaklinga sem eru aš hefja skólagöngu sķna žį eru yngstu börnin innan įrgangsins, skv. annarri rannsókninni, 60% lķklegri til žess aš fį ADHD greiningu en žau sem eldri eru.

Žegar žessir einstaklingar eru komnir upp ķ 6. og 8. bekk er tvisvar sinnum lķklegra aš žeir séu į ADHD lyfjum en žeir sem eldri eru innan įrgangsins. Höfundar beggja rannsóknanna telja žetta skżra vķsbendingu um aš „ADHD einkennin“ endurspegli einungis tilfinninga- og vitsmunalegan vanžroska yngstu nemendanna.Nišurstaša beggja rannsóknanna er žvķ sś aš u.ž.b. 20% žeirra barna og ungmenna ķ Bandarķkjunum sem fį ADHD greiningu séu ranglega greind.

Ég tel brżnt aš sambęrileg rannsókn verši gerš hér į landi žvķ ef rétt reynist žį žurfa yngstu börnin ķ hverjum grunnskólaįrgangi ekki lyf heldur žarf skólakerfiš aš koma til móts viš žarfir žessara einstaklinga. Einnig tel ég heilbrigšiskerfiš skulda almenningi skżringu į žvķ af hverju įvķsun gešlyfja til barna og unglinga hér į landi er jafn mikil og raun ber vitni. Žaš er kominn tķmi til aš viš sem samfélag horfum upp śr pilluglösunum og śt fyrir greiningaprófin og spyrjum okkur hvort viš séum į réttri leiš.

Höfundur : Steindór J. Erlingsson.

Fréttablašiš, 2. október, 2010

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband