Kynning á Hugarafli alla miðvikudaga.

Hugarafl er félagsskapur fólks sem stríðir við geðrænan vanda.

Ef þú hefur eða ert að glíma við þunglyndi, kvíða, geðröskun eða eitthvað annað sem e.t.v. einangrar þig frá þátttöku í samfélaginu en vilt brjótast  úr viðjunum þá áttu að öllum líkindum erindi í Hugarafl.

KYNNING Á MIÐVIKUDAG.

Á miðvikudögum er að öllu jöfnu haldin kynning á starfi Hugarafls og eru allir velkomnir, bæði þeir sem glíma við vanda svo og aðstandendur sem vilja kynna sér úrlausnir eins og valdeflingu með Hugarafli.

Kynningin fer fram í húsakynnum Hugarafls í Álfabakka 16 (Mjódd) við hliðina á Heilsugæslunni, beint á móti gleraugnaversluninni Augastað og við hliðina á versluninni Gull-úrið.

Kynningin hefst klukka 13:00 (mæting 12:50) og stendur í um það bil 40 mín. fyrir utan spurningar og svör.

Allir fá kynningarbæklinga til að taka með heim.

Kynntu þér starfsemi Hugarafls - Komdu á kynningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband