Robert Whitaker á Ísland - hlustið á fyrirlestur hans.

Robert WhitakerHugarafl í samstarfi við Maníu og Unghuga stóð fyrir opnu málþingi í tilefni af heimsókn Robert Whitaker til Íslands. sl.laugardag. Málþingið fór vel fram, gestir voru áhugasamir og mikil ánægja ríkir hjá okkur Hugaraflsmönnum.

Við viljum þakka þeim sem mættu á málþingið og hlustendum á vefnum fyrir áheyrnina. Whitaker hélt frábæran og sláandi fyrirlestur um geðheilbrigðismálin, ítök læknisfræðilega módelsins, lyfin og áhrif þeirra á heilastarfsemina og daglegt líf einstaklinga. Hann gaf viðstöddum verðug umhugsunarefni og fræddi um sláandi staðreyndir í þessum efnum hér heima og erlendis.

Hvetjum ykkur til að heyra erindi hans á eftirfarandi slóðum.

Fyrirlesturinn:

http://www.ustream.tv/recorded/12796315

Spurningar og svör:

http://www.ustream.tv/recorded/12798560

Við hjá Hugarafli erum sammála um að innblásturinn var nauðsynlegur og hvetur okkur til að skoða með gagnrýnum huga hvað sé verið að gera í íslensku geðheilbrigðiskerfi þegar kemur að lyfjamálum og hvað beri að gera til að stuðla að minnkun lyfjanotkunar þegar um geðheilsuvanda er að ræða.

Erum við að nota lyfin í of miklum mæli og stundum án þess að skoða hvað veldur því að einstaklingur kemst í þrot með líf sitt? Hvað með ungt fólk sem veikist í kjölfarið á neyslu fíkniefna, eigum við ekki að horfa á bak við vandann áður en hann er sjúkdómsvæddur? Þurfum við ekki að stoppa sjúkdóms-greiningargleði og horfa á manneskjuna? Er eðlilegt að sjúkdómsgreina börn og gefa þeim lyf? Er ekki komið að því að skoða þurfi aðrar leiðir og hlusta betur á lífssögu einstaklinga? Getum við ekki farið einfaldari og ódýrari leiðir þegar kemur að því að styðja fólk út í lífið á ný? Hvað með valmöguleika við hefðbundnum leiðum?

Fleiri áleitnar spurningar leita á hugann og vert að nota neistann til að reyna að svara þeim og leita annarra leiða. Heimsókn Whitakers hvetur okkar sannarlega áfram til að skoða hug okkar og stuðla að fjölbreyttari leiðum til að styðja einstaklinga til sjálfstæðis eftir áföll án þess að auka sjúkdómsvæðingu á mannlegum tilfinningum.

Robert Whitaker er bandarískur rithöfundur og rannsóknablaðamaður og hefur m.a. Verið tilnefndur til Pulitzer verðlaunanna. Hann hefur skrifað tvær bækur um geðheilbrigðismál "Mad in America" sem kom út árið 2002 og "Anatomy of an Epidemic" sem kom út árið 2010. Í síðarnefndu bókinn tekur hann til skoðunar spurninguna, af hverju fara svo miklu fleiri núna á örorku vegna geðraskana en nokkru sinni fyrr?

Bækur hans "Mad in America" og "Anatomy of an Epidemic" er hægt að nálgast í bókasölu Stúdenta. Ef upplagið reynist uppselt hvetjum við ykkur til að hafa samband við Hugarafl og við munum fá sendar fleiri bækur.

Við munum kappkosta að fylgja heimsókn Whitakers eftir og stuðla að áframhaldandi umræðu um þetta mikilvæga málefni. Hann átti ekki orð yfir mótttökunum sem hann fékk, hlýju Hugaraflsmanna og var afar ánægður með heimsóknina. Hann heillaðist af íslenskri náttúru og sögu landsins og má segja að hann sé nú sannur Íslandsvinur.

Robert hefur síðan bók hans kom út, haldið fjölda fyrirlestra úti um allan heim og hvarvetna vekur hann mikla athygli. Geðlæknar og annað fagfólk hefur sumstaðar ákveðið að endurskoða starfssemi og aðferðir í kjölfar útgáfu bókar hans; "Anatomy of an Epidemic". Við megum vera afar stolt af því að hafa fengið hann hingað til lands og nú reynir á okkur að fylgja innblæstrinum eftir gott fólk!     

Kær kveðja; Auður Axelsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Jósepsson

Sálfræðingar eru rosalega dýrir í dag og það er ein spurning hvernig það er hægt að laga það ástand.

Áföll sem fólk lendir í fá áfallahjálp hjá Kirkjunni og það er eðlilegt að fólk fái áföll eftir missi og það er ekkert verið að setja það á örorku útaf því eða látið fá lyf. Ég veit það sjálfur því að ég hef lent í áföllum núna 2009 til 2011 og hef ekkert fengið lyf fyrir því.

Við í Hugarafli erum búin að vinna mikið í geð og vitum að fólk er ekki á örorku útaf eingu. Takk fyrir

Enn þessi maður er frábær og það eru til báðar hliðar á málinnu það má ekki gleymast.

Takk fyrir Ari Hugarafls meðlimur

Ari Jósepsson, 25.2.2011 kl. 13:31

2 identicon

Það má segja að fólk skiptist í tvo flokka þegar kemur að lyfja umræðu. Þ.e. fólk sem er á móti lyfjum og svo hins vegar fólk sem er með lyfjum. Þetta eru þessir tveir aðal flokkar. Ég held að lyf séu nauðsynleg við okkar sjúkdómi. En ég held líka að lyf eins og Rítalín og önnur slík lyf séu misnotuð hér á landi. Það er mín skoðun. Ég held að lyf séu lítið sem ekkert misnotuð hér á Íslandi, þá er ég að tala um þunglyndislyfin. En ég er með lyfjum og ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki lyfin mín. Þá væri ég örugglega löngu búin að stytta mér aldur.

Ég meina, setjum þetta líka í það samhengi. Ef þú værir með krabbamein. Myndir þú þá bara hætta á lyfjunum bara sí svona? Ég segi nei. Þetta er svipað með geðsjúkdóma. Fólk með geðsjúkdóma þarf að taka lyf en ég er ekki sammála því að fólk sem er t.d. með ADHD þurfi svona mikið á rítalíni eins og raunin er. Það hefur sýnt sig að foreldrar  sumra  þessara barna eru að fá þessi lyf skrifuð út fyrir börnin sín en selja þau svo á svörtum markaði á uppsprengdu verði. Þá eru foreldrarnir að svíkja út lyf fyrir börnin sín. Þetta er slæmt mál.

En flott grein. Njótið dagsins vinir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 13:54

3 Smámynd: Ari Jósepsson

Já það er rosalegt hvernig foreldrar geta gert börnunum sínum það er mjög slæmt mál. Enn hvernig getum við notað hann Robert til að komast í veg fyrir svona Þetta er hræðilegt, enn er verið að tala aðalega um Rídalín á Íslandi eða öll lyf ?

Ari Jósepsson, 25.2.2011 kl. 13:58

4 identicon

Því miður en þá heyrist bara alls ekki neitt sem fer fram á fyrirlestrinum, amk. get ég ekki heyrt neitt í tölvunni sem ég er í þó ég hafi hljóðið stillt í botn.

Sigurður Örn (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband