„Hallgrímur, maður eins og ég“ á RÚV 6.mars (næsta sunnudag) kl. 20.10.

Við viljum vekja athygli á heimildarmynd um Hallgrím Björgvinsson sem verður sýnd næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20.10 á RÚV.

Hallgrímur var einn af stofnendum Hugarafls. Í myndinni er fylgst með Hallgrími í starfi og leik um þriggja ára skeið. Hann segir frá lífshlaupi sínu, skoðunum og gildum, fjallar um veikindin, en hann var greindur með geðklofa um tvítugsaldur.

Hann segir einnig frá voninni og batanum. Missið ekki af þessari einstöku mynd sem á eftir að fylgja okkur inn í framtíðina og verða mörgum leiðarljós.

Myndina gerðu Eiríkur Guðmundsson og Jón Egill Bergþósson.
Hallgrímur Björgvinsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg Hreint Gargandi SNILLD. Mæli með þessu. Tími til kominn að "stimplaða fólkið - sublevel 2 in society" :) fái uppreisn æru og sé ekki litið á sem fólk í kjól af mömmu með stóran búrhníf hehe :) BRILLIANT MYND. ALGERT MUST !!!!

Drekkum Spur Kóla og Tab :) (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 11:15

2 identicon

Frábær mynd og til hamingju!

Eymundur Lúter Eymundsson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 00:16

3 identicon

gott kvold

missti af myndinni hvar get eg frngid slodina til ad sja myndina um hann hallgrim

bestu thakkir

annadora

anna dora theodorsdottir (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 22:48

4 Smámynd: Hugarafl - Valdefling

Sæl, Anna.

Ég veit ekki til að hægt sé að sjá myndina á netinu. Vonandi verður hún endursýnd.

Bergur.

Hugarafl - Valdefling, 14.3.2011 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband