Hugarafl - Valdefling

Félagasamtökin Hugarafl voru stofnuð í júní 2003 af iðjuþjálfum með víðtæka reynslu af geðheilbrigðismálum og notendum í bata, en "notanda" köllum við þá sem átt hafa eða eiga við geðræna erfiðleika að stríða.

 

Hópurinn starfar samkvæmt hugmyndafræði valdeflingar (empowerment) og öll vinna innan hópsins fer fram á jafningjagrundvelli.

 

Meðlimir Hugarafls vilja miðla reynslu sinni af geðheilbrigðiskerfinu með öðrum sem láta sig málefnin varða. Hópurinn vill hafa áhrif á þjónustu kerfisins og varpa ljósi á batahvetjandi leiðir. Það hefur sýnt sig að aukin virkni og þátttaka leiðir til þess að notendur ná betri tökum á eigin lífi.

 

Markmið Hugarafls er að vinna að verkefnum sem geta bætt geðheilbrigðisþjónustu, miðla notendasýn, vinna að verðmætasköpun, skapa hlutverk , vinna gegn fordómum með sýnileika og stuðla að atvinnusköpun með því að þróa þjónustu út frá reynslu notenda.

 

Hugarafl hefur staðið fyrir notendakönnun á geðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss, haldið málþing og ráðstefnur, tekið reglulegan þátt í kennslu lækna- og iðjuþjálfanema, unnið við að þróa tenglakerfi, gefið út bæklinga og starfað við þýðingar á batahvetjandi fræðsluefni fyrir notendur og aðstandendur þeirra, svo dæmi séu gefin.

 

Vegvísir Hugarafls hefur verið gefin út þrisvar sinnum en Vegvísirinn er upplýsingabæklingur um þjónustu fyrir geðsjúka og hefur hvarvetna hlotið mikla athygli.

 

Athugið að nýr Vegvísir er væntanlegur innan skamms með uppfærslum.



Ef þú hefur áhuga á því að senda okkur í ritnefnd Hugarafls póst þá er póstfangið ritnefnd@hugarafl.is

 

Hópurinn starfar við miðstöðina Geðheilsa-eftirfylgd/iðjuþjálfun í Borgartúni 22, 2. hæð, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Síminn hjá okkur er 414 1550 og póstfangið er hugarafl@hugarafl.is.

 

Heimasíðu okkar er að finna á hugarafl.is.

 

 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Hugarafl, félagasamtök

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband