Færsluflokkur: Sjónvarp

„Hallgrímur, maður eins og ég“ á RÚV 6.mars (næsta sunnudag) kl. 20.10.

Við viljum vekja athygli á heimildarmynd um Hallgrím Björgvinsson sem verður sýnd næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20.10 á RÚV.

Hallgrímur var einn af stofnendum Hugarafls. Í myndinni er fylgst með Hallgrími í starfi og leik um þriggja ára skeið. Hann segir frá lífshlaupi sínu, skoðunum og gildum, fjallar um veikindin, en hann var greindur með geðklofa um tvítugsaldur.

Hann segir einnig frá voninni og batanum. Missið ekki af þessari einstöku mynd sem á eftir að fylgja okkur inn í framtíðina og verða mörgum leiðarljós.

Myndina gerðu Eiríkur Guðmundsson og Jón Egill Bergþósson.
Hallgrímur Björgvinsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband