Færsluflokkur: Geðfræðsla
Ekki einangra þig. Komdu á fróðlega kynningu hjá Hugarafli.
12.10.2010 | 14:32
Hugarafl er félagsskapur fólks sem stríðir við geðrænan vanda.
Ef þú hefur eða ert að glíma við þunglyndi, kvíða, geðröskun eða eitthvað annað sem e.t.v. einangrar þig frá þátttöku í samfélaginu en vilt brjótast úr viðjunum þá áttu að öllum líkindum erindi í Hugarafl.
KYNNING Á MIÐVIKUDAG.
Á miðvikudag, verður haldin kynning á starfi Hugarafls og eru allir velkomnir, bæði þeir sem glíma við vanda svo og aðstandendur sem vilja kynna sér úrlausnir eins og valdeflingu með Hugarafli.
Kynningin fer fram í húsakynnum Hugarafls í Álfabakka 16 (Mjódd) við hliðina á Heilsugæslunni, beint á móti gleraugnaversluninni Augastað og við hliðina á versluninni Gull-úrið.
Kynningin hefst klukka 13:00 (mæting 12:50) og stendur í um það bil 40 mín. fyrir utan spurningar og svör.
Allir fá kynningarbæklinga til að taka með heim.
Kynntu þér starfsemi Hugarafls - Komdu á kynningu.
Geðfræðsla | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)