Færsluflokkur: Fréttatengt

Hvernig getur þetta gerst fyrir allra augum?

Einelti er skelfilegt vandamál fyrir þann sem í því lendir. Mörg dæmi eru um að börn sem lenda í alvarlegu einelti bíði þess ekki bætur það sem eftir er.

Fyrir þann sem stendur fyrir utan er nánast óskiljanlegt að slíkt ofbeldi sem einelti er skuli fara framhjá bæði skólayfirvöldum og foreldrum enda blasa einkennin oft við öllum eftir á þótt það sé auðvitað ekki algilt.

Við þurfum að gera kröfu um að skólayfirvöld fylgist sérstaklega vel með þessum málum og hvetjum alla foreldra til að kynna sér einkenni eineltis og forvarnir gegn því.


mbl.is Barn lést í kjölfar eineltis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband