Samherjar

Samherjaverkefnið gengur út á persónulegt spjall milli tveggja einstaklinga sem þekkja geðræn vandamál. Samherjinn hefur sjálfur reynslu af geðrænum erfiðleikum en er í góðum bata og vill láta gott af sér leiða.

Samherji tekur tillit til þess að einstaklingar eru í misjöfnu ástandi og mætir hverjum og einum þar sem hann er staddur. Í vissum tilvikum hlustar hann bara og sýnir skilning. Í öðrum tilfellum segir hann frá sinni eigin sögu og hvaða úrræði hafa nýst honum í baráttunni við geðsjúkdóma.

Einnig talar Samherji um sín viðhorf og þá fordóma sem hann hefur þurft að takast á við, bæði persónulega og samfélagslega. Þetta er þjónusta á persónulegu plani sem allir þeir sem eru með geðsjúkdóma geta nýtt sér.

Ef viðkomandi óskar eftir því að fá að hitta samherja oftar en einu sinn þá er það ekkert mál. Sem sagt ... í stuttu máli ... þá er Samherjinn sveigjanlegur og aðlagar sig að þeim einstakling sem hann er að tala við.

Samherja verkefnið gengur út á eftirfarandi:

  • Að benda á að það sé von.
  • Að bati er raunverulegt markmið.
  • Að sigrast á fordómum.
  • Að benda á úrræði og lausnir.
  • Að vera fyrirmynd.

Hafið eftirfarandi í huga:

  • Þetta er ókeypis þjónusta við fólk með geðrænan vanda.
  • Þú hefur engu að tapa með því að hitta Samherja!
  • Þú hefur allt að vinna með því að hitta Samherja!
  • Í versta falli segir þú við sjálfan þig, þetta á ekki við mig.

Hér fyrir neðan er tengill á Samherjabæklinginn. Í honum má finna allt um Samherjaþjónustuna og hvernig á að panta Samherjaviðtal.

samherjabæklingurinn

Smelltu hér til að sækja bæklinginn á pdf-formi!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband