Færsluflokkur: Tilkynningar
Kynning á Hugarafli alla miðvikudaga.
22.3.2011 | 10:28
Hugarafl er félagsskapur fólks sem stríðir við geðrænan vanda.
Ef þú hefur eða ert að glíma við þunglyndi, kvíða, geðröskun eða eitthvað annað sem e.t.v. einangrar þig frá þátttöku í samfélaginu en vilt brjótast úr viðjunum þá áttu að öllum líkindum erindi í Hugarafl.
KYNNING Á MIÐVIKUDAG.
Á miðvikudögum er að öllu jöfnu haldin kynning á starfi Hugarafls og eru allir velkomnir, bæði þeir sem glíma við vanda svo og aðstandendur sem vilja kynna sér úrlausnir eins og valdeflingu með Hugarafli.
Kynningin fer fram í húsakynnum Hugarafls í Álfabakka 16 (Mjódd) við hliðina á Heilsugæslunni, beint á móti gleraugnaversluninni Augastað og við hliðina á versluninni Gull-úrið.
Kynningin hefst klukka 13:00 (mæting 12:50) og stendur í um það bil 40 mín. fyrir utan spurningar og svör.
Allir fá kynningarbæklinga til að taka með heim.
Kynntu þér starfsemi Hugarafls - Komdu á kynningu.
Tilkynningar | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið fjör í Mjóddinni í dag.
10.10.2010 | 16:31
Það er búið að vera mikið fjör hér í Mjóddinni í dag þar sem fjöldi fólks hefur tekið þátt í Alþjóða geðheilbrigðisdeginum.
Við sem stöndum að geðheilbrigðisþjónustu viljum þakka öllum sem lögðu leið sína hingað í dag í von um að dagurinn hafi verið fræðandi, skemmtilegur og ánægjulegur í alla stað.
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn í göngugötunni í Mjódd í dag, sunnudaginn 10. október. Allir velkomnir.
10.10.2010 | 06:03
Við höldum upp á alþjóða geðheilbrigðisdaginn í dag, sunnudaginn 10. október.
Af því tilefni er öllum boðið í skemmtilega veislu í göngugötunni í Mjódd kl. 13 til 16:30.
Dagskráin hefst með ávarpi en síðan verður boðið upp á fjölbreytt skemmti- og tónlistaratriði fyrir börn og fullorðna.
Kynningarbásar verða í göngugötunni þar sem gestir geta fengið margvíslegar upplýsingar er varða geðheilbrigðismál frá þeim stöðum sem vinna að málefninu.
Einnig verður boðið upp á veitingar á vægu verði.
Mætum öll og skemmtun okkur í geðgóðu umhverfi
Allir velkomnir.
Myndin um Hallgrím Björgvinsson: Kastljósþáttur.
23.9.2010 | 13:24
Í vetur verður sýnd í Sjónvarpinu heimildarmynd um Hallgrím Björgvinsson, einn af stofnendum Hugarafls og baráttu hans við sjúkdóm sinn, en Hallgrímur varð bráðkvaddur langt um aldur fram þann 10. ágúst 2010.
Nákvæmur sýningardagur myndarinnar liggur ekki fyrir en er væntanlegur.
Um þessa mynd var hins vegar fjallað í Kastljósþætti fyrir skömmu og er hægt að horfa á hann með því að smella hér.
Tilkynningar | Breytt 10.10.2010 kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugarafl - við byggjum upp bloggsíðu og óskum eftir bloggvinum.
23.9.2010 | 10:50
Félagasamtökin Hugarafl eru hér að byggja upp bloggsíðu þar sem ætlunin er að halda úti daglegum og ferskum upplýsingum um starf samtakanna og geðheilbrigðismál almennt.
Okkur langar einnig til að nota þessa bloggsíðu og þá fínu aðstöðu sem blog.is býður til að komast í samband við sem flesta sem eiga við eða hafa átt við geðræn vandamál að stríða, svo og þá sem hafa áhuga á málefninu almennt auk fagfólks.
Tengið ykkur endilega við þessa síðu með því að bæta okkur á bloggvinalistan ykkar.
Það mun taka okkur einhverja daga, jafnvel vikur að fullgera síðuna og koma henni í fullan gang, en þangað til er öllum sem áhuga hafa á Hugarafli og því starfi sem þar er unnið bent á heimasíðuna þar sem allar upplýsingar er að finna.
Tilkynningar | Breytt 10.10.2010 kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)