Kaliforníusaga

Have you ever been down Salinas way?
Where Steinbeck found the valley
And he wrote about it the way it was in his travelin's with Charley
And have you ever walked down through the sycamores
Where the farmhouse used to be
There the monarch's autumn journey ends
On a windswept cyprus tree

Beach Boys: California Saga

Ekki það að það væru einhver sýprustré eða göngutúrar fyrir okkur í dag.

Ykkar vösku sendiherrar voru komnir á fætur um 6:30. Við vorum búin að bjóða okkur fram til sjálfboðaliðastarfa og ég fór á miðstöðina sem er hér í einni svítunni. Ég tók að mér að aðstoða í einum salnum yfir daginn. Náði þannig ekki að sjá allt sem ég ætlaði mér.

Nokkrir áhugaverða hluti vil ég nefna, t.d. að nota video til að segja sögur og hvetja til breytinga, ég náði þar bara rétt í endann. En hér má sjá hvað er hægt að gera áhrifamikla hluti á tiltölulega einfaldan hátt, ég veit að mörg okkar eiga sér merkilegar sögur: http://vimeo.com/8786868 . Við höfum séð hér ameríska unghuga á sveimi, ég fékk einhverja bæklinga og dót frá þeim.

Hér er sýningarsalur þar sem hin ýmsu samtök eru að kynna þjónustu sína, ég kíkti við í dag. Við Auður ætlum að taka nákvæmari skoðun á morgun. Þar er t.d. heill haugur af áhugaverðum bókum.

Hápunktur dagsins var á fyrirlestri með Daniel Fisher, Steve Micchio sem stýrir Rose house í New York fylki og Alan Green sem stýrir öðru sem opnaði í Nebraska í lok síðasta árs. Þessi hús myndu falla undir að vera "respite" eða skjólhús. Þeir eru hver öðrum skemmtilegri, þessi fyrirlestur var bæði áhugaverður og fyndinn. Ykkar maður bar upp spurningu um hvort þeir tækju fólk í þjálfun frá öðrum löndum, þeir voru sko til í það. Ég hef Auði grunaða um að vera að bollaleggja að fá Steve í heimsókn til okkar á Íslandi. Við vorum bæði vægast sagt í skýjunum eftir þennan fyrirlestur, haugur af hugmyndum sem hann gaf okkur. Við tókum allar upplýsingar þar og Auður skrifaði mikið af punktum. Okkur er svo boðið að sitja með þeim í hádegisverði á laugardag.

Ég held að mér sé að takast að temja nýju myndavélina góðu. Í kvöld lærði ég loksins hvernig hægt er að skoða myndirnar og videóin sem hafa verið tekin! Ég var nokkuð viss um að ég hefði náð ágætum ljósmyndum og var býsna vongóður um að hafa tekið einhver videó líka, ég var bara ekki viss. Enda kom uppúr dúrnum að það hafði allt gengið. Mig langaði nefnilega til að taka spjall við nokkur hér í dag, en þorði það ekki fyrr en ég var kominn með á hreint að ég væri að gera allt rétt. Sjáum hvort við getum gert eitthvað í því á morgun.

Ég er meira að segja búinn að koma myndunum í tölvuna en veit ekki hvort mér endist þróttur til að setja þær inn núna.

Það er verið að hrúga á okkur nafnspjöldum hægri vinstri, við klikkuðum á því að græja svoleiðis fyrir okkur. Ég tók mig hins vegar til og henti upp nafnspjöldum í tölvunni sem ég vona að við getum fjölgað á morgun.

Ég sé að þið fáið að sjá myndina á laugardaginn, ég býð spenntur eftir því hvað ykkur finnst.

Kveðjur,

Hrannar



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg og ánægjuleg saga Hrannar minn. Það er gaman að fá innspýtingu. Gaman að heyra frá ykkur vinur og knús á ykkur USA farar. Þið standið ykkur vel.

Bestu kveðjur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 08:54

2 identicon

Gaman að þessu. Ég var óþægilega minntur á að það vantar hátalara við tölvurnar hérna í Hugarafli þegar ég ætlaði að skoða Vimeo-myndina.

Það verður gaman að sjá ljós- og videómyndirnar sem þú tekur og nota kannski nokkrar þeirra til að myndskreyta söguna.

Hlakka til að heyra meira.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 13:46

3 identicon

Sæl verið þið sé að þið eruð í skýjunum með allt saman:) Og ein spurning er enginn Eldhugi? Njótið lífsins í Kaliforníu:) Og takk fyrir þetta:) Kær kv. Eymundur

Eymundur Eldhugi (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 14:09

4 Smámynd: Ari Jósepsson

Þetta video opnaði augun mín og vonandi gengur allt vel og farðu vel með þig Hrannar ég veit að það getur verið stressandi að taka video.

Knús frá Iceland :)

Ari Jósepsson, 1.10.2010 kl. 15:04

5 identicon

Hæ! Mikið er gaman að fá að fylgjast með. Vildi gjarnan vera með ykkur þarna! Endilega fáðu upplýsingar frá Unghugum þarna, það væri svo gott fyrir okkur heima.

Ég veit að þið eruð góðir fulltrúar okkar og ég vona að þið njótið dvalarinnar. Bestu kveðjur til ykkar!

Þórey (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband